Skilvirk og hagnýt upplýsingatækni

Í nútíma rekstrarumhverfi er upplýsingatækni burðarsúlan í daglegum störfum. Með auknu ákalli á starfræna þjónustu frá viðskiptavinum er skilvirk og hagnýt notkun á upplýsingatækni lykilatriði í stjórnun og rekstri. Regluega er nauðsynlegt að meta og yfirfara hvort verið sé að fá þá hagræðingu og aðra ávinninga sem upplýsingatækni getur framkallað. Próval hefur langa reynslu í að aðstoða viðskiptavini að meta og kortleggja umbætur í upplýsingtækniinnviðum og verkferlum til að tryggja hámarks nýtingu á þeim fjármunum og þekkingu sem hefur verið lagt í.

Hafðu samband

Reynsla og þekking

Próval veitir víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og hefur unnið fyrir einkaaðila og opinbera aðila að jafnt smáum sem stórum verkefnum á þessu sviði. Markmiðið er að gera okkar viðskiptavinum kleift að nýta sér upplýsingtækni til að gera dagleg störf og þjónustu skilvirkari, betri, liprari og ekki síst einfaldari fyrir starfsmenn og aðra notendur.

Okkar þjónusta....

Stafræn hæfni

Til að geta gert áætlun um hvernig skuli standa að stafrænni vegferð þarf fyrst að meta stafræna hæfni starfsmanna, innviða og viðskiptavina. Vinna sem stafraæn vegferð byggir á.

Verkefnastjórnun

Upplýsingatækni- og hugbúnaðarverkefni þurfa virka verefnastjórnun og sérþekkingu sem ekki er alltaf til staðar, með aðkomu okkar styrkist staða verkkaupa og líklegra að kostnaðar og tímaáætlanir standist.

Ertu að nýta skýið rétt ?

Allir eru að nota skýið en algengt er að notkun sé takmörkuð og að það sé ekki verið að nýta til fullnustu þá milu möguleika sem skýið getur veitt. oft án aukins kostnaðar.

Verkferlar

Eitt helsta tækifæri til umbóta er að nýta upplýsingatækni til að gera verkferla skilvirkari, hagkvæmari og betri. Þetta má oft gera með núverandi innviðum og smávægilegum aðlögunum á verkferlum.

Stefnumótun og stafræn vegferð

Eitt af lykilskrefum við að hefja stafræna vegferð er að móta stefnuna. Sú stefna þarf að taka mið af hvaða gögn eru til staðar, núverandi ferlum og mannauð. Afrakstur slíkrar stefnu er m.a. að skilgreina og velja hvaða lykilmælikvarða skuli styðjast við. Meta hæfni og þekkingu núverandi mannaðus til að takast á við stafræna umbreytingu, velja hvaða aðferðafræði skuli nota og hvernig eigi að tryggja þátttöku og stuðning notenda í umbreytingarferlinu.

Appforritun og hönnun

Próval hefur aðstoðað fjölmarga aðila í þeirri vegferð að láta hanna og forrita app fyrir sína starfsemi. Sum þessara appa eru unnin af starfsmönnum Próval og önnur er unnin af 3ja aðila. Þekking Próval á hönnun og uppbyggingu á öppum er mjög mikil.

Hafðu samband

Aliquam interdum, nisl sedd faucibus tempor, massa velit laoreet ipsum, et faucibus sapien magna at enim. Suspendisse a dictum tortor.

Curabitur venenatis leo in augue convallis, vulputate sollicitudin ex maximus.

120-240 Aliquam nec neque augue
Suspendisse tincidunt nunc,
vitae sagis justo 11000