Persónuverndarstefna Oddfellowreglunnar á Íslandi vegna notkunar á appi reglunnar.

Almennt

Oddfellowreglunni á Íslandi (hér eftir nefnt Reglan) kt.  420273-0299, til heimilis að Vonarstræti 10, 101 Reykjavík, leggur áherslu á að vernda þær persónuupplýsingar sem unnið er með í starfsemi Reglunnar. Með persónuverndarstefnu þessari er settar fram upplýsingar sem eiga að útskýra hvernig Reglan vinnur með persónuupplýsingar þeirra sem eru skráðir hjá Reglunni. Persónuverndarstefnan tekur mið af regluverki persónuverndar eins og það er á hverjum tíma.

Reglan telst vera ábyrgðaraðili í skilningi laganna og ber samkvæmt því ábyrgð á því hvernig persónupplýsingar eru unnar í starfseminni. Persónuverndarstefnan er aðgengileg á heimasíðu reglunnar og var þessi útgáfa samþykkt 10.10.2023.

Hvaða persónuupplýsingum er safnað og um hverja

Reglan vinnur með persónuupplýsingar um skráða félagsmenn, virka og óvirka. Helstu upplýsingar eru:

-          Kennitala, nafn, heimilisfang, símanúmer, reglualdur og mynd af viðkomandi félaga.

-          Kennitala, nafn maka ef við á

-          Núverandi og fyrrverandi hlutverk í Reglunni

Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða, en persónuupplýsingar sem unnið er með koma venjulega beint frá skráðum einstaklingi þegar sótt er um aðgang að Reglunni.

Tilgangur vinnslunnar

Reglan vinnur með þessar upplýsingar til að geta haldið nákvæma skrá um virka félaga til að geta haldið uppi starfi Reglunnar og til að skrá sögu Reglunnar.

Miðlun gagna til þriðja aðila

Almennt miðlar Reglan ekki persónuupplýsingum félagsamanna til þriðja aðila. Reglan gæti þurft að miðla eða veita aðgang að ákveðnum persónuupplýsingum við ákveðnar aðstæður. Til dæmis getur verið um að ræða þjónustuaðila eða verktaka sem veita þjónustu sem er þess eðlis að nauðsynlegt sé að veita slíkum aðila tímabundinn aðgang að persónuupplýsingum svo að hægt sé að veita þá þjónustu sem Reglan þarfnast hverju sinni.

Við slíka miðlun eru aðeins afhentar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í hvert sinn.

Samskipti við Regluna vegna persónuverndarmála.

Fyrirspurnum vegna persónuverndarmála skal senda á personuvernd@oddfellow.is

Breytingar

Persónuverndarstefna Reglunnar er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Breytingar á persónuverndarstefnunni taka gildi við birtingu nýrrar útgáfu af persónuverndarstefnunni á heimasíðu Reglunnar.